Valva lögmenn
Lögmannsstofan Valva lögmenn var stofnuð í miðborg Reykjavíkur árið 2011 og hefur frá stofnun veitt almenna lögfræðiþjónustu á helstu sviðum lögfræðinnar. Hafa lögmenn stofunnar lagt sig fram um fagmennsku og persónulega þjónustu fyrir fólk, fyrirtæki og opinbera aðila.
Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur starfað við margvísleg málasvið lögfræðinnar.
Hún hefur flutt fjölda mála fyrir dómi sem varða grundvallarréttindi fólks til frelsis og mannhelgis, fjölskyldumál, barnaverndarmál, fjármál og sakamál svo dæmi séu tekin. Þá hefur hún einnig víðtæka reynslu innan stjórnsýsluréttar og veitir lögfræðilega aðstoð varðandi samskipti stjórnvalda og einstaklinga eða lögaðila.
Helga Vala lauk ML prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og hlaut réttindi héraðsdómslögmanns síðar sama ár. Þá öðlaðist hún rétt til flutnings mála fyrir Landsrétti árið 2023.
Hún starfaði sem lögmaður til ársins 2017 þegar hún var kjörin á Alþingi og gegndi hún þar ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hún formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og þingflokksformaður. Þá sat hún í kjörbréfanefnd, undirbúningsnefnd fyrir kosningu ríkisendurskoðanda, allsherjar- og menntamálanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, þingmannanefnd um málefni barna og lögræðisnefnd. Þá var hún þingmaður á ÖSE-þingi fyrir hönd Íslands.
Utan Alþingis hefur Helga Vala gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, setið í stjórn Félags íslenskra leikara, Þjóðleikhúsráði, í stjórn Íslandspósts og Höfundarréttarráði. Þá var hún formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Samfylkingarfélagsins í Bolungarvík. Helga Vala er einnig menntuð leikkona og starfaði í leikhúsi á Íslandi og í Bretlandi. Þá starfaði hún við fjölmiðla um árabil. Fyrir útskrift úr lagadeild starfaði hún einnig sem löglærður fulltrúi á Lögron – lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis.
Árið 2023 hóf Helga Vala lögmannsstörf að nýju hjá Völvu lögmönnum.